Fiskur í matinn - Vörur

 

Vörurnar okkar

Því ferskari sem fiskurinn er, því ljúffengari verður máltíðin. Þess vegna erum við afar stolt af vörulínunni okkar af ferskum og góðum fiski sem samanstendur af gullkarfa, laxi og þorski. Tegundirnar eru allar seldar í afar meðfærilegum umbúðum og tilbúnar beint í matseldina.

 

 

Gullkarfi
Gullkarfi er heilnæmur sælkeramatur, ríkur af próteinum og snefilefnum, sem fæst bæði hreinn og í ljúffengum kryddlegi.
Þorskur
Þorskur er sá fiskur sem við Íslendingar veiðum langmest af og ekki að ástæðulausu. Hann er einfaldlega herramannsmatur.
Lax
Lax er gómsætur og þar að auki verulega ríkur af D-vítamíni og löngum ómega-3 fitusýrum. Hann fæst bæði hreinn og í girnilegum kryddlegi.