Aðferð:
Steikið laukinn í potti í nokkrar mínútur, bætið þá hvítlauknum, kapersinu, hvítvíninu, tómötum og ólífunum saman við og eldið í u.þ.b. 20 mín.
Smakkið til með salti og pipar og bætið söxuðu steinseljunni saman við. Steikið þorskinn í 3 mín. á hvorri hlið og berið fram.