Aðferð:
Skerið fiskinn í bita og setjið í eldfast form og saltið og piprið yfir. Setjið kókosrjómann, karrí, lauk og epli saman í pott og látið malla í ca. 7 mín. Maukið síðan saman með töfrasprota eða í matvinnsluvél, smakkist til með salti og pipar. Skerið grænmetið og steikið á pönnu. Hellið grænmetinu út í sósuna og blandið saman, hellið yfir fiskinn og dreifið ostinum yfir. Eldið í ca. 18–20 mín í 180°C heitum ofni. Borið fram með hrísgrjónum og naan brauði.