Aðferð:
Sjóðið kartöflurnar við vægan hita í söltu vatni þar til þær eru tilbúnar. Hellið vatninu af þeim og stappið þær með kartöflustappara. Kryddið til með salti og pipar, sítrónusafa og berki og hellið ólífuolíunni varlega út í. Blandið öllu vel saman og smakkið til. Steikið fiskinn í u.þ.b. 3 mín. á hvorri hlið á vel heitri pönnu og kryddið með salti og pipar. Berið fram með kartöflumúsinni.