Ofnbakaður gullkarfi með Ísbúa-kryddjurtasmjöri Uppskrift fyrir 4 25-30 mín 6 mín Innihald: 800 g gullkarfi 500 g ósaltað smjör 250 g panko raspur (japanskur brauðraspur) 2 msk af kryddjurtum; tarrragon, kerfill, graslaukur og steinselja 2 msk Ísbúi Óðalsostur 1 msk Tabasco sósa 1 msk Worcestershire sósa 1 ½ msk hvítlaukur, fínsaxaður 2 msk sítrónusafi 3 msk beikon, vel steikt Salt og pipar Aðferð: Blandið saman smjörinu, raspinum, kryddjurtunum, ostinum, sósunum, hvítlauknum, sítrónusafanum og steikta beikoninu. Setjið smjörblönduna á gullkarfann og í eldfast mót og bakið í ofni við 200°C í u.þ.b. 6 mín. Höfundur uppskriftar Leifur Kolbeinsson Leifur Kolbeinsson yfirmatreiðslumaður á Marshall veitingahúsi + bar.Marshall veitingahús er við síldarbryggjuna í Reykjavík og leggur meðal annars áherslu á ferskan fisk.