Gullkarfi í kókosraspi

Uppskrift fyrir 4
20-25 mín
6 mín

Innihald:

  • 800 g gullkarfi
  • 2 egg
  • 200 ml mjólk
  • 2 msk hveiti
  • 2 bollar brauðraspur
  • 1 bolli haframjöl
  • 1 tsk salt
  • 2 tsk sítrónupipar
  • 2 tsk karrí
  • 4 msk gróft kókosmjöl

Aðferð:

Pískið saman eggin, mjólkina og hveitið. Leggið fiskinn í eggjablönduna á meðan raspurinn er blandaður. Blandið saman brauðraspi, haframjöli, salti, sítrónupipar, karrí og kókosmjöli. Veltið fisknum upp úr raspinum og steikið á báðum hliðum á meðalheitri pönnu. Berið fram með kartöflum og fersku grænmeti.

Gullkarfi í kókosraspi
Höfundur uppskriftar

Arnbjörn Arason

Arnbjörn Arason eða Addi eins og hann er kallaður starfar sem matráður í mötuneyti HB Granda við Norðurgarð í Reykjavík. Þar eldar hann hádegismat fyrir um 200 starfsmenn alla virka daga. Í hverri viku er ferskur gullkarfi í matinn og má því segja að Addi sé reynslumikill í eldun á gullkarfa. Vinsælasti rétturinn í mötuneytinu er gullkarfi í raspi og má finna þá uppskrift hér á síðunni. 

Vissir þú?

Ísland er stærsti bleikjuframleiðandi í heiminum.