Ofnbakaður gullkarfi með bankabyggi og grænmeti

Uppskrift fyrir 4
40-45 mín
10 mín

Innihald:

  • 800 g gullkarfi
  • 2 dl bankabygg
  • 6 dl vatn
  • 200 g spergilkál
  • 200 g blómkál
  • 100 g gulrætur

Aðferð:

Karfinn: Hitið ofninn í 180°C. Setjið fiskinn í eldfast mót eða ofnskúffu og kryddið með salti og sítrónupipar. Bakið í ofni með blæstri í 1015 mín.

Bankabyggið: Sjóðið á vægum hita í 40 mín. Smakkið til með salti og pipar. Einnig er gott að setja örlítið af ólífuolíu og sítrónusafa saman við og krydda með ferskri steinselju og kóríander.

Grænmetið: Takið spergilkálið, blómkálið og gulræturnar og skerið niður. Sjóðið í léttsöltuðu vatni í 510 mín.

Ofnbakaður gullkarfi með bankabyggi og grænmeti
Höfundur uppskriftar

Arnbjörn Arason

Arnbjörn Arason eða Addi eins og hann er kallaður starfar sem matráður í mötuneyti HB Granda við Norðurgarð í Reykjavík. Þar eldar hann hádegismat fyrir um 200 starfsmenn alla virka daga. Í hverri viku er ferskur gullkarfi í matinn og má því segja að Addi sé reynslumikill í eldun á gullkarfa. Vinsælasti rétturinn í mötuneytinu er gullkarfi í raspi og má finna þá uppskrift hér á síðunni. 

Vissir þú?

Gullkarfi er millifeitur fiskur ríkur af heilsustyrkjandi næringarefnum eins og próteinum, ómega-3 og snefilefnum.