Uppskriftir

Langlífi og heilbrigði Íslendinga hefur löngum verið sett í samhengi við mikla fiskneyslu en samkvæmt Embætti landlæknis er öllum yfir tveggja ára aldri ráðlagt að borða fisk sem aðalrétt tvisvar til þrisvar í viku. Fiskur er ekki aðeins góður próteingjafi því hann inniheldur einnig önnur mikilvæg næringarefni svo sem selen og joð. Gott er að borða magran fisk, svo sem ýsu og þorsk, en jafnframt er mælt með því að ein af máltíðunum sé feitur fiskur þar sem hann er sérlega ríkur af D-vítamíni og löngum ómega-3 fitusýrum. Þau næringarefni eru vandfundin í öðrum matvælum en sjávarfangi. Dæmi um feitan fisk eru lax og bleikja auk þess sem gullkarfi telst millifeitur, en rannsóknir hafa sýnt að regluleg neysla á feitum fiski geti dregið úr líkum á hjarta- og æðasjúkdómum. 

 


 

Fleiri uppskriftir