Aðferð:
Leggið fiskinn í eldfast form, saltið og piprið yfir. Skerið ostinn í teninga og setjið í pott, setjið vatn í pottinn sem fer yfir ostinn, sjóðið þar til osturinn hefur leysts upp. Bætið rjómanum og grænmetiskraftinum út í, fáið upp suðu aftur og þykkið örlítið með ljósum maizena þykki. Hellið helmingnum af sósunni yfir fiskinn, skerið tómatana, laukinn og kóríander og dreifið yfir. Hellið restinni af sósunni yfir, myljið flögurnar og dreifið yfir.
Eldið í 18–20 mín í 200°C heitum ofni. Gott er að setja fiskinn inn í mjúkar tortillur og bæta við sýrðum rjóma og salati.